Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2017 | 17:00

LPGA: Fylgist með Ólafíu Þórunni á 3. hring HÉR – Hún er á parinu eftir 3. spilaðar holur!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hóf 3. hring á Pure Silk Bahamas LPGA Classic kl. 16:23 að íslenskum tíma. Hún er nú komin á 4. braut eftir að hafa parað fyrstu 3, en Ólafía hóf leik á 1. braut í dag.

Ólafía er að þessu sinni í ráshóp með annarri Jutanugarn systurinni frá Thaílandi, Moriyu, sem valin var nýliði ársins á LPGA 2013.

Systir Moriyu, Ariya var valin kylfingur ársins á LPGA 2016.

Fylgjast má með gengi Ólafíu í dag á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 

Fylgjast má með Ólafíu á Twitter síðu GSÍ, sem komast má inn með því að SMELLA HÉR: