Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2015 | 14:00

LPGA: Flugstjórinn eiginmaður Paulu Creamer kom henni á óvart!

Derek Heath, eiginmaður Paulu Creamer, kom eiginkonu sinni á óvart nú um daginn.

Hann er fyrrum flugmaður í flugher Bandaríkjanna en starfar nú sem atvinnuflugmaður hjá flugfélaginu United Airlines.

Paula flaug frá Bandaríkjunum til Skotlands þar sem Opna breska kvenrisamótið fer fram nú í vikunni á Turnberry … og auðvitað flaug hún með United.

Það sem hún vissi ekki var að flugstjórinn í ferðinni var eiginmaðurinn.

Hann hafði komið hlutum svo fyrir að hann yrði samferða henni til Englands.

Á Turnberry mun Paula reyna að sigra 2. risamótstitil sinn.