Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2015 | 12:12

LET: Feng sigraði í Dubaí

Það var kínverska stúlkan Shanshan Feng sem sigraði á Omega Dubaí Ladies Masters.

Mótið fór fram dagana 9.-12. desember 2015 og lauk því í gær.

Feng var með skor upp á 21 undir pari, 267 högg (67 67 67 66) og hafði mikla yfirburði því sú sem næst kom Thidapa Suwannapura frá Thaílandi lék á 9 undir pari og var því 12 högga munur á þeirri í 1. og 2. sæti.

í 3. sæti varð síðan enski kylfingurinn frábæri Mel Reid, á samtals 8 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Omega Dubaí Ladies Masters SMELLIÐ HÉR: