Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2016 | 07:30

LPGA: Feng sigraði á Sime Darby

Það var kínverska stúlkan Shanshan Feng sem nældi sér í sinn fyrsta Sime Darby titil.

Feng sigraði á samtals 17 undir pari, 267 höggum (66 70 64 67).

Í 2. sæti varð norska frænka okkar, Suzann Petterson á samtals 14 undir pari, 270 höggum (66 72 66 66).

Amy Yang og Anna Nordqvist deildu síðan 3. sætinu.

Til þess að sjá lokastöðuna á Sime Darby að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. hrings Sime Darby SMELLIÐ HÉR:  (verður sett in um leið og myndskeiðið er til).