LPGA: Fátt gekk upp á Ólafíu Þórunni á 3. degi Pure Silk mótsins
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á +4 eða 77 höggum á þriðja keppnisdeginum á Pure Silk mótinu á LPGA mótaröðinni á Bahama-eyjum í gær. Það gekk fátt upp hjá Ólafíu Þórunni í dag en hún fékk einn fugl, fimm skolla og hún tók tvívegis víti á hringnum. Ólafía er í 69.-76. sæti fyrir lokahringinn sem fram fer á sunnudaginn (71-68-77).
„Þetta var erfiður dagur, hausinn á mér var á fullu í allan dag, og ég náði ekki að slaka á og einbeita mér. Ég veit ekki hvað þetta var, ég var að flýta mér, hugsaði ekki höggin í gegn, leikskipulagið var ekki gott, ég lenti í mörgum glompum sem ég er ekki vön að gera,“ sagði Ólafía Þórunn við golf.is í dag..
„Stundum voru höggin mjög nálægt því að vera geggjuð högg en þau fóru síðan í glompu. Þetta var stöngin út í dag. Á 18. holu var þetta bara orðið vandræðalegt þegar ég ýtti boltanum út í stað þess að draga hann til vinstri.
Það var svo margt sem fór úrskeiðis, var skrítinn í dag. Ég höndlaði þetta ágætlega þrátt fyrir mótlætið. Mér leið eins og Sherlock Holmes karakterinn í sjónvarpsþáttunum sem ég er að horfa mikið á. Hann er ofurnæmur á allt í kringum sig og ég leyfði því að gerast í dag. Það voru fuglarnir, fólkið í kringum mig og allskonar hlutir sem ég var með athyglina á af og til. Þetta er eitthvað sem ég þarf að fara betur í gegnum og læra af fyrir framhaldið,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við golf.is á Ocean vellinum á Bahama-eyjum í gær.
Ólafía byrjaði ágætlega í dag og fékk fjögur pör á fyrstu fjórum holunum. Hún náði að bjarga sér vel á 1. braut þar sem hún kom sér í erfiða stöðu eftir innáhöggið sem lenti utan flatar. Hún bjargaði sér einnig á 3. braut þar sem hún tryggði parið með höggi úr glompu við flötina.
Hún fékk skolla á 5. braut sem er par 3 hola, þar sem hún sló í glompu í upphafshögginu og hún þurfti tvö pútt á flötinni. Á 8. braut fékk Ólafía víti þar sem hún sló í hliðarvatnstorfæru vinstra meginn við flötina í upphafshögginu. Hún vippaði inn að stöng og tryggði parið. Á 9. braut sló hún innáhöggið í glompu við flötina og tvípúttaði af frekar stuttu færi.
Ólafía fékk skolla á 10., en lagaði stöðu sína með góðu 7 metra pútti fyrir fugli á þeirri 12. Hún fékk síðan fjögur pör í röð og var nokkuð nálægt því að setja niður pútt fyrir fugli á 14., og 16. Á 17. braut sem er par 3 hola sló Ólafía langt til vinstri og náði ekki að vinna úr þeirri stöðu, annað höggið var misheppnað og hún fékk skolla.
Upphafshöggið á 18. fór í vatnstorfæruna hægra meginn við brautina, þaðan sló hún frekar stutt í þriðja högginu. Ólafía vippaði næstum því í fyrir parinu á 18 en varð að sætta sig við skolla.
Heimild: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
