LPGA: Evían risamótið stytt í 54 holu mót – 1. hringur strokaður út
Vegna mikilla rigningar, vinds og blauts ástands vallar hefir öllum leik, sem átti sér stað á 1. hring, í dag, fimmtudaginn 14. september, verið aflýst.
Vegna hugsanlegs slæms veðurs næstu daga hefir The Evian Championship risamótið verið stytt í 54 holu mót.
„Þó þetta sé ekki ákvörðun sem var auðveld, þá trúum við því að þetta sé rétta ákvörðunin – til þess að fram fari réttlátasti, samkeppnishæfasti viðburður fyrir alla kylfinga í þessu móti,“ sagði framkvæmdastjóri LPGA, Mike Whan.
„Við erum ánægð og hvött áfram af því hversu vel vallarstarfsmenn eru að höndla veðrið, og völlurinn ætti að vera góður í önnur frábær Evían mótslok.“
Hringur nr. 1 hefst á morgun föstudaginn, kl. 7:45 að staðartíma (kl. 5:45 að íslenskum tíma). Sömu rástímar og upphaflega voru birtir munu gilda fyrir föstudaginn 15. september og sömu rástímar og áður voru auglýstir jafnframt gilda fyrir 2. hring, laugardaginn 16. september.
Eftir 2 hringja leik mun verða skorið niður og efstu 70 kylfingar og þeir sem jafnir eru í 70. sæti, af þeim 144 sem hefja leik munu spila 3. og lokahringinn.
Mótinu var fyrst frestað kl. 10:04 að staðartíma (kl. 8:04 hér heima á Íslandi) til kl. 13:05 (kl. 11:05 hér á Íslandi) og síðan aftur til kl. 16:00 að staðartíma í Frakklandi (sem er til kl. 14:00 hér heima), en eftir það var framangreind ákvörðun um styttingu Evían risamótsins í 54 holu mót tekin.
Ólafía Þórunn fer því ekki út fyrr en kl. 13:09 að frönskum staðartíma (11:09 að íslenskum tíma)!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
