Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2016 | 08:00

LPGA: Eun-Hee Ji í forystu á JTCB Founders Cup – Hápunktar 3. hrings

Það er Eun-Hee Ji sem leiðir eftir 54 holu spil á JTCB Founders Cup.

Ji er búin að spila á 18 undir pari, 198 höggum (66 67 65).

Í 2. sæti fast á hæla Ji eru þær Stacy Lewis frá Bandaríkjunum og landa Ji, Sei Young Kim, frá Suður-Kóreu, sem var í forystu e. 2. hring, en átti afleitan 3. hring upp á 70 högg, sem er of mikið þegar Stacy er að spila á 64 höggum og Ji á 65 höggum!

Til þess að sjá hápunkta 3. hrings SMELLIÐ HÉR: 

Sjá má stöðuna e. 3. hring JTCB Founders Cup með því að SMELLA HÉR: