Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2015 | 10:00

LPGA: Eun-Hee Ji efst e. 1. dag á Fubon LPGA Taiwan Championship

Það er Eun-Hee Ji frá Suður-Kóreu, sem er efst eftir 1. keppnisdag á Fubon LPGA Taiwan Championship, sem fram fer í Taipei í Taíwan.

Ji spilaði fyrsta hring á 6 undir pari, 66 höggum.

Í 2. sæti er kínverska stúlkan Xi Yu Lin aðeins 1 höggi á eftir.

Fjórir betur þekktir kvenkylfingar deila síðan 3. sætinu en það eru W-7 módelið þýska og Solheim Cup stjarnan Sandra Gal, liðsfélagi hennar í Solheim Charley Hull og bandaríska stúlkan Morgan Pressel, sem tók þátt í Solheim f.h. Bandaríkjanna og Sun Young Yoo frá Suður-Kóreu.  Allar léku þær á 4 undir pari, 68 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Fubon LPGA Taiwan Championship SMELLIÐ HÉR: