Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2016 | 08:00

LPGA: Austin Ernst efst e. 3. dag Lorenu Ochoa Inv.

Það er bandaríski kylfingurinn Austin Ernst  sem er efst eftir 3. keppnisdag í Mexíkó á Lorena Ochoa Invitational.

Ernst hefir leikið á 10 undir pari, 206 höggum (72 67 67).

Austin Ernst er ekki meðal þekktustu kylfinga, en hér má sjá eldri kynningu Golf 1 á henni með því að  SMELLA HÉR: 

Carlota Ciganda og Sarah Jane Smith deila 2. sætinu sem stendur báðar á 9 undir pari, hvor.

Í 4. sæti eru síðan 3 kylfingar, allir á samtals 8 undir pari: Angela Stanford frá Bandaríkjunum, Mi Jung Hur frá S- Kóreu og Solheim Cup kylfingurinn franski, Karine Icher.

Til þess að sjá stöðuna á Lorenu Ochoa Inv. SMELLIÐ HÉR: