LPGA: Erfið byrjun hjá Ólafíu á 2. hring í S-Kóreu
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, afrekskylfingur úr GR, hefir nú lokið við fyrri 9 á 2. hring á LPGA KEB HanaBank Championship, sem fram fer á Sky 72 Ocean golfvellinum í Incheon í S-Kóreu.
Byrjunin var gríðarlega erfið hjá Ólafíu en hún byrjaði, líkt og í gær á 10.teig.
Strax þar og næstu tvær brautir á eftir (þ.e. 10.-12. braut) fékk Ólafía skolla og þurfti því að sýna mikinn karakter í framhaldinu.
Henni tókst að taka þetta aðeins aftur á par-5 13. brautinni en þar fékk Ólafía Þórunn fugl, en síðan fékk hún annan skolla á par-4 16. brautinni, sem er lengsta par-4 holan á vellinum. Ólafía virðist eiga í einhverjum vandræðum með þessa braut en hún fékk skolla einnig í gær á hana.
Staðan er því sú eftir fyrri 9 á 2. hring LPGA KEB HanaBank Championship að holurnar 9 hafa spilast á 3 yfir pari og vonandi að Ólafíu gangi svo miklu mun betur með sínar seinni 9 (sem spilast á fyrstu 9 holunum á Ocean golfvelli Sky72).
Sem stendur er Ólafía Þórunn í þriðja neðsta sætinu í mótinu þ.e. í 75. sæti, en auðvitað og vonandi getur það allt saman breyst.
Til þess að sjá stöðuna á LPGA KEB HanaBank Championship SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
