Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2017 | 03:15

LPGA: Erfið byrjun hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, átti afar erfiða byrjun á McKayson New Zealand Open mótinu á Nýja-Sjálandi nú í nótt.

Eftir 9 holur var Ólafía á 4 yfir pari, 40 höggum.  Spilafélagar Ólafíu þær Catriona Matthew og NY Choi gekk mun betur; Matthew var á 1 yfir pari meðan Choi varr á 3 undir pari eftir 9 holur.

Ólafía Þórunn byrjaði mjög illa; fékk skramba (6) á par-4 1. holuna í mótinu og jafnaði sig lengi vel ekkert á því, fékk næst 3 skolla (á 4., 7. og 8. holu).

En þrátt fyrir slaka byrjun sýndi Ólafía Þórunn karakter.

Hún sá aðeins til sólar þegar hún fékk fugl á par-4 9. holu Windcross Farms vallarins, sem hún fylgdi eftir með fugli á par-4 10. brautinni og er nú sem stendur á 3 yfir pari. Áfram svona!!!

Vonandi er að næstu 8 holur spilist betur hjá Ólafíu okkar og hún nái að taka ósköpin á fyrri 9 aðeins aftur og færist ofar og ofar og ofar á skortöflunni!!!

Frábærar, spennandi 10 holur að baki núna!!!

Til þess að sjá stöðuna á McKayson New Zealand Open SMELLIÐ HÉR: