Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2017 | 09:00

LPGA: Danielle Kang sigurvegari 2. risamóts kvennagolfsins 2017

Það var Danielle Kang sem var sigurvegari 2. risamóts kvennagolfsins í ár, þ.e. KPMG Women´s PGA Championship.

Þetta var fyrsti sigur Kang á LPGA og þ.a.l.  fyrsti risamótssigur hennar.

Kang lék á samtals 13 undir pari, 271 höggi (69  66 68  68).

Kang er e.t.v. ekki þekktasti kylfingur LPGA og má sjá eldri kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti á samtals 12 undir pari varð kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson og í 3. sæti á samtals 10 undir pari, varð Chella Choi.

Til þess að sjá lokastöðuna á KPMG Women´s PGA Championship SMELLIÐ HÉR: