Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2017 | 12:30

LPGA: Creamer, Hull og Wie meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði á Pure Silk

Í hverju móti stórmótaraðanna eru kylfingar sem ekki ná niðurskurði og þegar maður er á mótaröðum þeirra bestu verða alltaf þekkt nöfn sem eru meðal þeirra sem ekki ná niðurskurði.

Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði á Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu eru risastór nöfn í kvennagolfi á heimsvísu.

Þar á meðal eru nöfn á borð við Natalie Gulbis, Solheim Cup stjörnurnar bandarísku Michelle Wie, Paula Creamer, Morgan Pressel, Ryann O´Toole og Angela Stanford; Solheim Cup stjörnurnar evrópsku Caroline Hedwall og Charley Hull og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Yani Tseng.

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir náði niðurskurði og er sem stendur í 20.-25. sæti í Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu, sem er svo frábært að vart eru til orð, sem ná aðdáuninni yfir hversu STÓRT afrek þetta er.

Sama hvernig allt fer nú þá mun Ólafía Þórunn nú fá fyrsta tékkann sinn að LPGA – vonandi þann fyrsta af mörgum!