Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2016 | 13:00

LPGA: Ciganda sigraði á LPGA KEB Hana Bank Championship

Það var spænski kylfingurinn Carlota Ciganda, sem stóð uppi sem sigurvegari á LPGA KEB Hana Bank Championship, sem fram fór í Suður-Kóreu.

Hún vann forystukonu mótsins alla mótsdagana, Alison Lee í bráðabana.

Báðar voru þar Ciganda og Lee jafnar eftir hefðbundinn 72 holu leik, búnar að spila á samtals 10 undir pari, 278 höggum.

Þær voru þær einu í mótinu sem léku á tveggja stafa tölu undir pari.

Sjá má hápunkta í leik sigurvegara mótsins, Carlotu Ciganda, með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á LPGA KEB Hana Bank Championship SMELLIÐ HÉR: