Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2016 | 02:00

LPGA: Ciganda og Smith deila forystu e. 1. dag Lorenu Ochoa Inv.

Það eru tveir kylfingar sem deila efsta sætinu eftir 1. keppnisdag Lorena Ochoa Invitational; Solheim Cup kylfingurinn spænski Carlota Ciganda og ástralski kylfingurinn Sarah Jane Smith.

Báðar léku þær 1. hring á 5 undir pari, 67 höggum.

Þriðja sætinu deila 3 kylfingar annar Solheim Cup kylfingur úr evrópska liðinu, Karine Icher, heimakonan Maria Fassi, og Chella Choi frá S-Kóreu.  Þær þrjár eru 2 höggum á eftir forystukonunum á 3 undir pari, 69 höggum.

Keppendur á þessu boðsmóti, sem er orðinn árviss atburður á LPGA mótaröðinni eru 35.

Sjá má stöðuna á Lorena Ocha Invitational eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: