Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2015 | 05:01

LPGA: Ciganda og Park efstar e. 2. hring í Singapore – Aza í 3. sæti

Það eru þær Carlota Ciganda frá Spáni og Inbee Park sem eru efstar og jafnar eftir 2. hring HSBC Women´s Champions í Singapore.

Báðar léku á 9 undir pari; 135 höggum;  Ciganda (69 66) og Park (66 69).

Í 3. sæti er spænski kylfingurinn Azahara Muñoz á samtals 7 undir pari, 137 höggum (70 67).

Fjórða sætinu deila síðan Lydia Ko, Stacy Lewis, Karrie Webb og Jenny Shin.

3. hringurinn er þegar hafinn og má fylgjast með genginu á HSBC Women´s Champions með því að SMELLA HÉR: