Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2014 | 07:00

LPGA: Christina Kim sigraði á Lorena Ochoa Inv. í Mexíkó

Það var bandaríski kylfingurinn Christina Kim sem sigraði á Lorena Ochoa Invitational í gær.

Þetta er 3. sigur Kim á LPGA mótaröðinni, en hún hefir áður sigrað árið 2005 í The Mitchell Company Tournament of Champions og árið 2004 í Longs Drug Challenge. Eins hefir hún sigrað einu sinni á LET þ.e. í Sicilian Ladies Italian Open árið 2011.

Þetta er því fyrsti sigur Kim  á LPGA í 9 ár og fyrsti alþjóðlegi sigur Kim í 3 ár.  Christina Kim er fædd 15. mars 1984 og því 30 ára, 8 mánaða og 1 dags gömul þegar hún sigraði.

Kim sigraði á 2. holu bráðabana við kínverska kylfinginn Shanshan Feng, en Kim fékk par meðan Feng var með skolla.  Þær voru báðar á 15 undir pari, 273 höggum eftir hefðbundnar 72 holur; Kim (65 69 68 71) og Feng (72 67 68 66).

Í 3. sæti varð Inbee Park á samtals 11 undir pari og 4. sætinu deildu þær Brittany Lincicome og So Yeon Ryu.

Til þess að sjá lokastöðuna á Lorena Ochoa Inv. SMELLIÐ HÉR: