LPGA: Choi ósátt við víti – dregur sig úr Opna kanadíska – Myndskeið
Á föstudaginn á Opna kanadíska þ.e. Canadian Pacific Women´s Open dró suður-kóreanski kylfingurinn, Chella Choi sig úr mótinu vegna þess að hún var ósátt við 2 högga víti sem hún átti að hljóta fyrir að leggja bolta sinn aftur á rangan stað, eftir að hafa merkt hann á flöt.
Málið var að Choi púttaði en pútt hennar fór ekki ofan í holu og hún skilur eftir pútt sem er innan við meter. Hún merkir bolta sinn þannig að boltamerkið er vinstra megin við boltann, m.ö.o. boltinn er hægra megin við boltamerkið. Hún tekur boltann síðan upp og lætur hann ekki aftur á sama stað, heldur setur boltann nú vinstra meginn við boltamerkið.
Það var glöggur sjónvarpsáhorfandi sem hringdi inn og vakti athygli dómara á atvikinu. Chella Choi var búin að ljúka leik þegar dómarar töluðu við hana, eftir að hafa skoðað myndskeið af atvikinu og ætluðu þeir að víta hana um 2 högg, en það hefði valdið því að hún hefði ekki náð niðurskurði.
Í stað þess að þola vítið dró Chella, sem var ósátt við dóminn, sig úr mótinu en hún var ekki búin að skrifa undir skorkort sitt. Allt var allt í einu galopið fyrir 18 kylfinga, sem töldu að þeir hefðu ekki náð niðurskurði.
Til þess að sjá atvikið þar sem Chella Choi leggur bolta sinn aftur á rangan stað á flöt SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
