Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2021 | 16:00

LPGA: Carstren fyrsti finnski sigurvegarinn á LPGA!!!

Mathilda Carstren fra Finnlandi sigraði á LPGA Mediheal meistaramótinu, sem fram fór dagana 10.-13. júní 2021.

Þar með varð Carstren jafnframt fyrsti finnski kylfingurinn til þess að sigra á LPGA.

Sigurskor Carstren var 14 undir pari, 274 högg (71 – 69 – 69 – 65).

Hún átti 2 högg á Min Lee sem varð í 2. sæti á samtals 12 undir pari.

Í 3. sæti urðu síðan  So Yeon Ryu frá S-Kóreu og Hannah Green frá Ástralíu, báðar á samtals 8 undir pari, hvor.

Sjá má lokastöðuna á LPGA Mediheal meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: