Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2014 | 09:00

LPGA: Carlota Ciganda og Julieta Granada efstar og jafnar e. 2. dag á CME

Það eru spænski Solheim Cup kylfingurinn Carlota Ciganda og Julieta Granada frá Paraguay, sem eru efstar og jafnar eftir 2. dag CME Group Tour Championship.

Þær eru báðar búnar að spila á samtals 7 undir pari, hvor.

Leikið er á Ritz Carlton Golf Resort, í Tiburon golfklúbbnum,  í Naples, Flórída.

Í 3. sæti í mótinu er Morgan Pressel á samtals 6 undir pari og fjórða sætinu deila þær Michelle Wie, Sandra Gal og ástralski kylfingurinn Sarah Jane Smith, allar á 5 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á CME mótinu SMELLIÐ HÉR: