Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2017 | 18:00

LPGA: Brooke Henderson sigraði á McKayson mótinu

Hin kanadíska Brooke Henderson stóð uppi sem sigurvegari á McKayson mótinu, á Nýja-Sjálandi, þar sem Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir komst því miður ekki í gegnum niðurskurð.

Henderson sigraði með nokkrum yfirburðum; var samtals á 17 undir pari, 271 höggi (65 – 70 – 67 – 69) og átti 5 högg á þá sem næst kom en það var Jing Yan frá Kína, sem lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (70 – 66 – 69 – 71).

Í 3. sæti varð síðan Hee Young Park frá S-Kóreu á samtals 11 undir pari og í 4. sæti varð hin bandaríska Jennifer Song á samtals 10 undir pari.

Þessar 4 voru þær einu sem póstuðu tveggja stafa samtals tölu undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á McKayson mótinu að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: