Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2016 | 10:00

LPGA: Brooke Henderson sigraði á 1. risamóti sínu

Það var Brooke Henderson sem sigraði á KPMG Women´s PGA Championship, 2. risamóti ársins í kvennagolfinu.

Þetta er jafnframt 1. sigur Henderson á risamóti.

Henderson lék á samtals 6 undir pari og sigraði nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydiu Ko síðan í bráðabana.

Lydia Ko, sem átti tækifæri á að sigra í 3. risamóti sínu í röð, varð að láta sér lynda 2. sætið.

Til þess að sjá lokastöðuna á  KPMG Women´s PGA Championship SMELLIÐ HÉR: