Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2016 | 21:30

LPGA: Brooke Henderson með ás á Women´s PGA risamótinu!!!

Litli kanadíski snillingurinn hún Brooke Anderson var að fara holu í höggi á 1. hring 2. risamóts kvennagolfsins þ.e. KPMG Women´s PGA Championship, sem hófst í dag.

Hún er jafnframt efst snemma dags á 4 undir pari, 67 högg, en fjölmargar eiga eftir að ljúka leik og verður því stöðufrétt ekki skrifuð fyrr en í fyrramálið.

Ás Brooke kom á par-3 13. braut í Sahalee CC í Sammamish í Washington.

Brautin er 152 yarda (139 metra) og hallar að framan og aftur.  Flötin er varin af tveimur glompum að framan og einni að aftan.

Glæsilegt hjá Brooke Anderson!!!