Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2015 | 04:00

LPGA: Brooke Henderson leiðir e. 2. dag Swinging Skirts

Það er 17 ára kanadísk stúlka, Brooke Henderson,  sem tekið hefir forystuna í Swinging Skirts mótinu í Kaliforníu.

Henderson átti glæsihring, á 2. degi 65 högg, sem fleytti henni í 1. sætið.

Samtals er Henderson búin að spila á 9 undir pari, 135 höggum  (70 65).

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir Henderson er Na Yeon Choi frá S-Kóreu á samtals 7 undir pari, 137 höggum (69 68).

Tvær deila síðan 3. sæti; þær Sakura Yokomine frá Japan og Yueer Cindy Feng frá Kína; báðar á samtals 6 undir pari, hvor.

Nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydia Ko er síðan í hópi 4 kylfinga, sem eru í 5. sæti en allar hafa spila á samtals 5 undir pari, hver. Hinar 3 eru: Min Seo Kwak og Ha Na Jang frá S-Kóreu og Julieta Granada frá Paraguay.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Swinging Skirts mótsins SMELLIÐ HÉR: