Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2015 | 13:00

LPGA: Brooke Henderson efst e. 2. dag North Texas Shootout

Hin unga, 17 ára Kanadamær Brooke M. Henderson lætur aftur að sér kveða og nú á North Texas Shootout.  Hún vakti afhygli á sér um síðustu helgi þegar hún varð í 3. sæti í Swinging Skirts LPGA Classic mótinu, eftir að vera búin að leiða mestallt mótið.

S.s. Golf 1 greindi frá komst Brooke, sem ekki er með keppnisrétt á LPGA, rétt inn í mótið eftir að hafa orðið í 2. sæti á úrtökumóti fyrir LPGA mót vikunnar þ.e. North Texas Shootout.  Sjá fréttina með því að SMELLA HÉR: 

Sú sem sigraði í úrtökumótinu Heather Bowie Young lék á samtals 5 yfir pari og komst ekki einu sinni í gegnum niðurskurð.

Brooke er búin að spila á samtals 8 undir pari, 134 höggum (69 65) og er efst í hálfleik. Sjá má hálfleiksviðtal við hana með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Henderson eru Juli Inkster og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Inbee Park, þ.e. á 7 undir pari.

Núverandi nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, rétt slapp í gegnum niðurskurð; er T-62.  Nokkuð skondið atvik kom upp á 1. hring þegar kylfusveinn hennar bjargaði bolta hennar sem hún var búin að slá upp í tré – þetta kostaði Lydiu samt mörg högg á þessari holu í víti og næsta högg hennar fór auk  þess út í vatn og hún endaði 1. hring á 75,  en kom tilbaka í gær með hring upp á 68 högg og komst gegnum niðurskurð – Lydia hefir aldrei ekki komist í gegnum niðurskurð á LPGA mótaröðinni – hvorki sem áhuga- né atvinnumaður.   Til þess að sjá kylfusvein Lydíu ná í bolta hennar upp í tré á skelfilega 1. hringnum  SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að fylgjast með stöðunni á Volunteers of America North Texas Shootout mótinu SMELLIÐ HÉR: