Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2017 | 20:00

LPGA: Brooke Henderson efst á Meijers – Hápunktar 1. dags

Það er kanadíski kylfingurinn Brooke M. Henderson, sem er í efsta sæti á Meijers LPGA Classic mótinu, sem hófst í dag í Grand Rapids í Michigan.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hafði áður boðað þátttöku sína í mótinu, en sagði sig úr því vegna klemmdrar taugar í öxl, en hún ætlar að mæta óþreytt í Wallmart mótið, sem er næsta mót á dagskrá hjá LPGA.

Henderson hins vegar lék á glæsilegum 8 undir pari á 1. hring Meijers, 63 höggum á hring þar sem hún skilaði skollalausu skorkorti;  fékk 1 örn, 6 fugla og 11 pör.

Í 2. sæti er hópur 6 kylfinga sem allar eru á 7 undir pari, 64 höggum; bandarísku kylfingarnir Stacy Lewis og Lexi Thompson, Shanshan Feng frá Kína; Jennifer Ha frá Kanada; Giulia Molinaro frá Ítaliu og Holly Clyburn frá Englandi.

Til þess að sjá stöðuna á Meijers LPGA Classic mótinu að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. hrings á Meijers LPGA Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: