Celine Boutier
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2023 | 18:00

LPGA: Boutier sigraði á LPGA Drive On Championship

Það var franski Solheim Cup kylfingurinn Celine Boutier, sem sigraði í móti vikunnar á LPGA: LPGA Drive On Championship.

Mótið fór fram dagana 23.-26. mars 2023 í Superstition Mountain Golf and Country Club í Gold Canyon,  AZ.

Sigur Boutier kom eftir bráðabana við hina ensku Georgiu Hall, en báðar spiluðu þær 72 holurnar á samtals 20 undir pari, hvor.

Fyrir sigurinn hlaut Boutier $262,500, sem er skelfilega lítið þegar miðað er við það sem PGA karlkylfingarnir fá, svo ekki sé talað um LIV kylfinga.

Í 3. sæti varð hin japanska Ayaka Furue, á samtals 19 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á LPGA Drive On Championship með því að SMELLA HÉR: