Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2019 | 17:00

LPGA: Boutier sigraði á ISPS Handa Vic Open

Það var franska stúlkan, Celine Boutier, sem stóð uppi sem sigurvegari á ISPS Handa Vic Open, sem fram fór dagana 7.-10. febrúar 2019.

Þetta var fyrsti Celine Boutier á LPGA.

Sigurskor Boutier var 8 undir pari, 281 högg (69 71 69 72).

Sjá má hápunkta á sigurhring Boutier með því að SMELLA HÉR: 

Hin ástralska Sarah Kemp

Í 2. sæti varð heimakonan Sarah Kemp, 2 höggum á eftir þ.e. á samtals 6 undir pari, 283 höggum (70 71 77 65) en hún vann sig upp í þetta sæti á frábærum lokahring!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tók þátt í mótinu en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Celine Boutier með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á ISPS Handa Vic Open með því að SMELLA HÉR: