Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2012 | 06:00

LPGA: Beth Bader leiðir eftir 1. hring LOTTE mótsins í Hawaii

Fyrsta hring LOTTE-mótsins á LPGA mótaröðinni lauk í nótt. Keppt er í Ko Olina Golf Club í Kapolei, Oahu á Hawaii og stendur mótið frá 18. – 21. apríl 2012. Eftir 1. hring leiðir Beth Bader frá Bandaríkjunum, er búin að spila á -4 undir pari, 68 höggum.

Beth Bader

Beth Bader er ekki meðal þekktari kylfinga LPGA. Beth er fædd 30. ágúst 1973 og er því 38 ára. Hún hefir samt verið á LPGA frá árinu 2001 eða í 11 ár og er löng búin að vinna sér inn $ 1.000.000,- í verðlaunafé. Hún nær sjaldnast efstu sætunum, en er dugleg að koma sér gegnum niðurskurði. Ef hún nær að halda út gegn sér yngri kylfingum til lokahringsins á föstudaginn og vinna loks 1 sigur sinn á LPGA er þetta eflaust  toppurinn á ferlinum hjá Bader. Beth Bader missti móður sína, sem hún segir hafa haft mest áhrif á feril sinn vegna krabbameins í brisi og hafa Beth og pabbi hennar beitt sér mjög fyrir því að styrkja rannsóknir á krabbameini í brisi.

Öðru sætinu deila þær Yani Tseng, Brittany Langford, Angela Stanford og Jiyai Shin. Þær spiluðu allar á -3, 69 höggum, hver og eru því aðeins 1 höggi á eftir Bader.

Í 6. sæti eru 6 kylfingar: Suzann Pettersen, Christie Kerr, Brittany Lincicome, Inbee Park, So Young Yoo, og nýliðinn Elisa Serramia frá Spáni (sem Golf 1 kynnti um daginn og lesa má um HÉR:) Allar spiluðu þær á -2 undir pari, 70 höggum.

Staðan meðal efstu 12 er því hnífjöfn aðeins munar 2 höggum og allt sem getur gerst á næstu dögum mótsins.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag LPGA LOTTE Championship smellið HÉR: