Lydia Ko
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2014 | 16:00

LPGA: Besti hringur Ko sem atvinnumanns dugði ekki til að koma henni í efsta sætið á 2. degi JTBC Founders Cup

Hin unga 16 ára nýsjálenska nr. 4 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, lék í gær besta hring á ferli sínum, sem atvinnumaður, á LPGA móti vikunnar,  JTBC Founder Cup, en það dugði ekki til þess að koma henni í efsta sætið. Og reyndar er mjótt á mununum milli efstu stúlkna.

Gærdagurinn var dagur lágs skors á JTBC … og þó  Ko hafi átt lægsta skor ferilsins sem atvinnumanns,  upp á 6 undir pari, 66 högg dugði það ekki til þess að koma henni í efsta sætið.  Hún fékk 1 örn, 5 fugla og 1 skolla á glæsihring sínum.

Samtals er Ko á 133 höggum (67 66) og er nú 2 höggum á eftir þeirri sem búin er að leiða fyrstu 2 daga JTBC Cup, Mirim Lee frá Suður-Kóreu, sem er á samtals 131 höggi (64 67).

Í 3. sæti er sú sem var á lægsta skori gærdagsins Sun Young Yoo .  Hún deilir reyndar góðum árangri með löndu sinni Hee Young Park (sem reyndar er í 16. sæti vegna skors upp á 73 högg á 1. degi) en þær báðar voru sem sagt á lægsta skorinu. Yoo lék sem sagt á 7 undir pari, 65 höggum og er í 3. sæti á samtals 10 undir pari, 134 höggum (69 65).

Spennandi helgi framundan hjá konunum!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag JTBC Founder Cup SMELLIÐ HÉR: