Lydia Ko LPGA: Besti hringur Ko sem atvinnumanns dugði ekki til að koma henni í efsta sætið á 2. degi JTBC Founders Cup
Hin unga 16 ára nýsjálenska nr. 4 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, lék í gær besta hring á ferli sínum, sem atvinnumaður, á LPGA móti vikunnar, JTBC Founder Cup, en það dugði ekki til þess að koma henni í efsta sætið. Og reyndar er mjótt á mununum milli efstu stúlkna.
Gærdagurinn var dagur lágs skors á JTBC … og þó Ko hafi átt lægsta skor ferilsins sem atvinnumanns, upp á 6 undir pari, 66 högg dugði það ekki til þess að koma henni í efsta sætið. Hún fékk 1 örn, 5 fugla og 1 skolla á glæsihring sínum.
Samtals er Ko á 133 höggum (67 66) og er nú 2 höggum á eftir þeirri sem búin er að leiða fyrstu 2 daga JTBC Cup, Mirim Lee frá Suður-Kóreu, sem er á samtals 131 höggi (64 67).
Í 3. sæti er sú sem var á lægsta skori gærdagsins Sun Young Yoo . Hún deilir reyndar góðum árangri með löndu sinni Hee Young Park (sem reyndar er í 16. sæti vegna skors upp á 73 högg á 1. degi) en þær báðar voru sem sagt á lægsta skorinu. Yoo lék sem sagt á 7 undir pari, 65 höggum og er í 3. sæti á samtals 10 undir pari, 134 höggum (69 65).
Spennandi helgi framundan hjá konunum!
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag JTBC Founder Cup SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
