Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2014 | 13:00

LPGA: Baek með fyrsta LPGA sigur sinn á Hana Bank mótinu

Kyu Jung Baek frá Suður-Kóreu vann sinn fyrsta sigur á LPGA mótinu LPGA KEB – Hana Bank Championship, sem fram fór á „heimavelli“ Baek Ocean golfvellinum í Sky 72 golfklúbbnum í Incheon, Suður-Kóreu.

Baek var jöfn þeim Brittany Lincicome og löndu sinni In Gee Chun eftir hefðbundin 72 holu leik; allar léku á samtals 10 undir pari og því varð að koma til bráðabana þar sem Baek hafði best!

Þetta er fyrsti sigur Baek á LPGA mótaröðinni.

Í 4. sæti varð fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Inbee Park og 5. sætinu deildu stórkylfingarnir Michelle Wie og Catriona Matthew á samtals 8 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna á LPGA KEB – Hana Bank Championship SMELLIÐ HÉR: