Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2012 | 05:30

LPGA: Azahara Muñoz og Ai Miyazato leiða þegar LPGA Lotte Championship er hálfnað

Það eru spænska stúlkan Azahara Muñoz og hin japanska Ai Miyazato sem leiða eftir 2. hring Lotte Championship í Hawaii. Báðar eru búnar að spila á samtals -8 undir pari, samtals 136 höggum, Aza (72 64) og Ai (71 65).

Aza átti lægsta hringinn í nótt, kom inn á glæsilegum 64 höggum, en hún fékk 1 örn, 7 fugla og 1 skolla.

Þriðja sætinu deila Christie Kerr og Jimin Kang, tveimur höggum á eftir forystukonunum. Í 5. sæti á -5 undir pari, þ.e. 3 höggum á eftir Ai og Aza eru 3 kylfingar: Suzann Pettersen, Meena Lee og Brittany Lang.

Forystukona gærdagsins, Beth Bader átti afleitan hring í gær upp á 77 högg eftir að hafa spilað fyrri daginn á 66 höggum og er dottin niður á kunnuglegar slóðir er T-41, náði niðurskurði en er neðarlega á skortöflunni.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Lotte Championship eftir 2. hring smellið HÉR: