Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2023 | 22:00

LPGA: Ashleigh Buhai sigraði á Shoprite LPGA Classic

Það var Ashleigh Buhai frá S-Afríku, sem sigraði á móti vikunnar á LPGA: Shoprite LPGA Classic.

Mótið fór fram dagana 9.-11. júní 2023 á Seaview Bay golfvellinum, í Galloway, New Jersey.

Sigurskor Buhai var 14 undir pari, 199 högg (69 65 65).

Í 2. sæti varð Hyo Joo Kim frá S-Kóreu (13 undir pari) og í 3. sæti Yan Liu frá Kína (11 undir pari).

Sjá má lokastöðuna á Shoprite LPGA Classic með því að SMELLA HÉR: