Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2018 | 19:00

LPGA: Ás Ólafíu – Myndskeið

Það eru engin mörk á því hversu glæsileg Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR og á LPGA er!

Hún hóf keppni fyrst af öllum í morgun, í fyrsta sinn sem hún tekur þátt á ANA Inspiration, sem reyndar er 4. risamótið sem hún keppir í – hún er sá íslenski kylfingur sem keppt hefir á flestum risamótum – …. og viti menn hún fer holu í höggi!!!

Fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að fara holu í höggi á móti LPGA!!! Fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að fara holu í höggi á risamóti!!!

Hún setur hvert metið á fætur öðru!!!

Höggið góða kom á par-3 17. holunni á Dinah Shore Tournament vellinum í Mission Hills Country Club í Rancho Mirage, sem er suð-austur af Palm Springs í Kaliforníu.

Við höggið góða notaði Ólafía Þórunn 5-járn og hlaut í verðlaun 2 miða með aðalstyrktaraðila mótsins All Nippon Airlines, hvert sem er í heiminum á 1. klassa.

Innilega til hamingju með ásinn Ólafía Þórunn!!!

Sjá má myndskeiðið af ási Ólafíu á ANA Inspiration með því að SMELLA HÉR: