Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2017 | 04:00

LPGA: Arnarvipp Ólafíu annað KIA högga lokadagsins á Indy mótinu! – Myndskeið

Sérfræðingar LPGA mótaraðarinnar velja ávallt bestu högg lokadagsins á LPGA, líkt og gert er í karlagolfinu t.d. á PGA Tour, þar sem valið er högg dagsins á hverjum hinna 4 mótsdaga, hvers móts á mótaröðinni.

Nefnast bestu höggin sem valin eru „KIA Shots of the Day“ eða Kia högg dagsins..

Á lokadegi Indy Women in Tech Championship urðu högg Ólafíu Þórunnar „okkar“ Kristinsdóttur og sigurvegarans, Lexi Thompson fyrir valinu.

Sérfræðingarnir völdu fuglapútt Lexi á 13. holu annað bestu högga lokahringsins.

Hitt flottasta högg dagsins átti Ólafía Þórunn, en það var vippið hennar fyrir erni á lokaholunni, sem kom henni í samtals 4 undir par á lokahringnum og í 4. sæti mótsins.  Glæsilegt!!!

Hér má sjá KIA högg dagsins á LPGA SMELLIÐ HÉR: