Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2016 | 08:45

LPGA: Ariya sigraði í Alabama

Það var thaílenski kylfingurinn Ariya Jutanugarn sem sigraði á Yokohama Tire LPGA Classic mótinu í Prattville, Alabama.

Ariya lék á samtals 14 undir pari, 274 höggum (70 69 63 72) og vann sér inn vinningstékkann upp á $ 195.000,-

Öðru sætinu deildu bandarísku kylfingarnir Stacy Lewis og Morgan Pressel ásamt Amy Yang frá Suður-Kóreu, aðeins 1 höggi á eftir Jutanugarn.

Sjá má lokastöðuna í Yokohama Tire LPGA Classic með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta lokahrings Yokohama Tire LPGA Classic með því að SMELLA HÉR: