Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2016 | 07:15

LPGA: Ariya sigraði á Volvik mótinu

Það var thaílenski kylfingurinn Ariya Jutanugarn sem sigraði á LPGA Volvik Championship, sem fram fór í Ann Arbor, Michigan.

Ariya lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (65 68 73 67) og átti 5 högg á þá sem varð í 2. sæti Christinu Kim, sem lék á samtals 10 undir pari.

Þriðja sætinu deildu kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson og Jessica Korda frá Bandaríkjunum á samtals, 9 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna í LPGA Volvik Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings LPGA Volvik Championship SMELLIÐ HÉR: