Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2016 | 10:00

LPGA: Ariya Jutanugarn vann 1. risatitil sinn á Opna breska!!!

Það var Ariya Jutanugarn frá Thaílandi, sem stóð uppi sem sigurvegari á RICOH Women´s British Open í gær, sunnudaginn 31. júlí 2016.

Þetta er fyrsti risatitill hinnar 22 ára Ariyju.

Hún lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (65 – 69 – 66 – 72).

Í 2. sæti urðu þær Mo Martin frá Bandaríkjunum og Mirim Lee frá Suður-Kóreu, á samtals 13 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á RICOH Women´s British Open SMELLIÐ HÉR: