Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2016 | 06:00

LPGA: Ariya Jutanugarn sigraði á Kingsmill

Það var önnur af tveimur tælenskum snillings systrum í golfinu, Ariya Jutanugarn sem sigraði á Kingsmill Championship, sem að venju fór fram í Williamsburg, Virginíu.

Mótið var haldið 19. – 22. maí 2016.

Jutanugarn lék á samtals 14 undir pari, 270 höggum (69 69 65 67).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Jutanugarn varð ástralski kylfingurinn Su Oh, á samtals 13 undir pari, 271 höggi (69 70 67 65).

Jafnar í 3. sæti urðu síðan hin bandaríska Gerina Piller og Sei Young Kim frá Suður-Kóreu, báðar á samtals 12 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á Kingsmill Championship SMELLIÐ HÉR: