Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2016 | 07:30

LPGA: Ariya efst e. 3. dag á Volvik

Það er thaílenski kylfingurinn Ariya Jutanugarn sem er efst eftir 3 hringi á LPGA Volvik Championship.

Jutanugarn er búin að spila á samtals 10 undir pari (65 68 73).

Jafnar í 2. sæti eru Cristina Kim og Jessica Korda á samtals 9 undir pari, hvor.

Jafnar í 4. sæti eru síðan Hyo Joo Kim frá S-Kóreu og norska frænka okkar Suzann Pettersen, á 7 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna á LPGA Volvik Championship SMELLIÐ HÉR: