Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2016 | 23:59

LPGA: Ariya efst á Yokohama Tire Classic e. 3. dag

Það er hin thaílenska Ariya Jutanugarn, sem er efst á Yokohama Tire LPGA Classic, í Prattville, Alabama.

Þriðji hringur Ariyu var einkar glæsilegur en hún lék hann á 63 glæsihöggum; fékk 10 fugla, 7 pör og 1 skolla.

Samtals er Ariya búin að spila á 14 undir pari, 202 höggum (70 69 63).

Hún hefir 3 högga forystu á þær Minjee Lee frá Ástralíu og Ryann O´Toole frá Bandaríkjunum, sem deila 2. sætinu fyrir lokahringinn á samtals 11 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 3. dag Yokohama Tire LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Yokohama Tire LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: