Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2011 | 14:20

LPGA: Anna og Azahara leiða eftir 2. dag í Taíwan

Í Sunrise Golf & Country Club í Yang Mei, Taoyuan í Taíwan fer nú um helgina fram Sunrise LPGA Taiwan Championship. Eftir 2. dag mótsins eru það hin sænska Anna Nordqvist og hin spænska Azahara Muñoz, sem leiða á samtals – 7 undir pari, þ.e. samtals 137 höggum; Anna (69 68) og Azahara (71 66).

Hringur Azahara var sérlega glæsilegur í dag en hún spilaði skollafrítt og fékk 4 fugla og örn á par-5, 6. brautinni.

Þriðja sætinu deila löndurnar Candie Kung og nr. 1 í heiminum og leikmaður ársins 2011 á LPGA,  Yani Tseng, báðar 2 höggum á eftir forystunni.

Hér má sjá stöðuna eftir 2. dag: SUNRISE LPGA TAÍWAN CHAMPIONSHIP