Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2016 | 17:00

LPGA: Anna Nordqvist sigraði á Shoprite

Það var sænska Solheim Cup stjarnan Anna Nordqvist sem sigraði á Shoprite Classic mótinu.

Anna lék á samtals 17 undir pari, 196 höggum (64 68 64). Í verðlaun hlaut hún sigurtékka upp á $ 225.000,- (u.þ.b. 27 milljónir íslenskra króna).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir varð japanska golfdrottningin Haru Nomura og í 3. sæti hin franska Karine Icher á samtals 13 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR: