LPGA: Anannarukarn sigraði í Bank of Hope holukeppninni
Það var hin thaílenska Pajaree Anannarukarn, sem sigraði í Bank of Hope LPGA Match-play presented by MGM Rewards.
Mótið fór fram dagana 24.-28. maí 2023 á Shadow Creek golfvellinum í Las Vegas, Nevada.
Í lokaviðureigninni sigraði Pajaree, Ayöku Furue frá Japan 3&1.
Fyrir sigurinn hlaut Pajaree $ 225.000,- (u.þ.b. 32,2 milljónir íslenskra króna)
Leona Maguire frá Írlandi varð í 3. sæti.
Pajaree Anannarukarn (sem kölluð er Meaw) er fædd 30. maí 1999 og því að verða 24 ára. Hún var í American School of Bankok menntaskólanum. Meaw gerðist atvinnumaður í golfi 2017 og hefir verið á LPGA frá árinu 2019. Þetta er 2. sigur hennar á LPGA, en í fyrra skiptið sigraði hún á ISPS Handa World Inv., 1. ágúst 2021. Hún er 5. Thaílendingurinn til að sigra á LPGA – (á eftir Ariyu Jutanugarn, Moriyu Jutanugarn, Thidöpu Suwannapuru og Patty Tavatanaki). Meaw á alls í beltinu 8 sigra, sem atvinnumaður. Besti árangur hennar í risamótum er T-10 árangur á Evian Championship, árið 2021.
Sjá má lokastöðuna á Bank of Hope holukeppninni með því að SMELLA HÉR:
Mynd: LPGA
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
