Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2017 | 10:00

LPGA:Yang sigraði á Honda LPGA Thaíland – Setti nýtt mótsmet!!! – Hápunktar 4. dags

Amy Yang frá S-Kóreu sigraði á Honda LPGA Thaíland.

Amy lék á samtals 22 undir pari, 266 höggum (66  67  65  68), en þetta skor hennar var nýtt mótsmet.

Heilum 5 höggum munaði á Yang og löndu hennar So Yeon Ryu, sem lék á samtals 17 undir pari (69  66  68  68) og varð í 2. sæti.

Í 3. sæti varð síðan enn einn kylfingurinn frá S-Kóreu, Sei Young Kim á samtals 15 undir pari.

Þrjár voru síðan í 4. sæti; þ.e. enn ein frá S-Kóreu; In Gee Chun og síðan einnig Lexi Thompson og Danielle Kang; allar á samtals 13 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Honda LPGA Thaíland með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 4. dags á Honda LPGA Thaíland með því að SMELLA HÉR: