Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2019 | 07:00

LPGA: Meadow efst á Volunteers e. 1. dag

Mót vikunnar á LPGA er Voluteers of America Classic og fer það fram 3.-6. október 2019 á The Colony í Texas.

Eftir 1. dag leiðir enski kylfingurinn Stephanie Meadow.

Hún kom í hús á 8 undir pari, 63 höggum.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Meadow með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir Meadow eru bandarísku kylfingarnir Dori Carter og Amy Olson.

Sjá má stöðuna á Voluteers of America Classic með því að SMELLA HÉR: