Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2017 | 08:00

LPGA: Ai Miyazato hættir

Japanski kylfingurinn Ai Miyazato hefir tilkynnt að hún muni hætta á LPGA í lok 2017 keppnistímabilsins.

Í fréttatilkynningu sem kom frá henni sagði m.a. að hún myndi halda blaðamannafund um þessa ákvörðun sína hinn 29. maí n.k. í Japan.

Þar sagðist hún munu gera nánar grein fyrir ákvörðun sinni og myndi færa þakkir þeim, sem hafa stutt hana á 14 ára atvinnumannsferli hennar.

Ai Miyazato (jap.: 宮里 藍) fæddist á kvenfrelsisdaginn í Higashi, Okinawa í Japan, 19. júní 1985 og er því 31 árs í dag.

Hún gerðist atvinnukylfingur 2004. Á ferli sínum hefir hún sigrað í 25 mótum sem atvinnumaður þar af í 9 á LPGA, 15 á japanska LPGA og 2 á Evrópumótaröð kvenna. Henni tókst aldrei á ferli sínum að sigra í neinu af hinum 5 risamótum kvenkylfinga

Ai var m.a. nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna í 3 vikur 2010.