LPGA: Aditi Ashok með fyrsta topp-10 árangur sinn á LPGA
Fyrir u.þ.b. ári síðan var Aditi Ashok algjörlega ókunnugt nafn, þegar Golfsamband Indlands valdi hina 18 ára Aditi til þess að taka þátt í Ólympíuleikunum í Ríó.
Flestir könnuðust líklega við indverska kylfinginn og Íslandsvininn Anirban Lahiri, færri e.t.v. við SSP Chowrasia, en algjörlega enginn við Aditi.
Frammistaða hennar á Ólympíuleikunum vakti heldur enga sérstaka athygli á henni, en hún spilaði þó þar, þegar margur þekktari kylfingurinn hunsaði sjálfa Ólympíuleikana … og hún gerði sitt besta.
Í desember 2015 tók Aditi hins vegar þátt í Q-school Evrópumótaraðarinnar í Marokkó og náði frábæru skori, 23 undir pari og átti m.a. einn hring upp á 10 undir pari, sem jafnaði vallarmetið í Samanah Country Club í Marokkó.
Síðan muna flestir eftir að Aditi sigraði á tveimur LET mótum í röð þ.e. á Ladies Indian Open og Qatar Ladies Open 2016; flestir ættu a.m.k. að muna eftir því, því Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir spilaði m.a í því fyrra.
Aditi, hins vegar, var valin nýliði ársins 2016 á LET. Hún var líka nr. 2 á stigalista LET. Hún varð jafnframt nr. 2 í púttfjölda (með 28.91 pútt að meðaltali á hring) sem sýnir styrk hennar á dansflötinni.
Og í gegnum allt þetta hélt Aditi áfram að vinna í leik sínum með aðstoð foreldra sinna, ástralska golfþjálfarans síns, Steven Giuliano, sem er með starfsstöð sína í Kuala Lumpur, og líkamsþjálfara síns Nicolas Cabaret. Þeir báðir þ.e Giuliano og Cabaret undirbjuggu síðan Aditi undir Q-school LPGA.
Aditi var aðeins í 24. sæti í Q-school, meðan Ólafía „okkar“ náði glæsilega 2. sætinu – 24. sætið veitti Aditi hins vegar aðeins takmarkaðan spilarétt á LPGA.
En spólum nú hratt fram til sl. helgi á LPGA mótið Marathon Classic, þar sem Ólafía Þórunn varð T-45. Þar varð Aditi T-8 þ.e. deildi 8. sætinu með 4 öðrum kylfingum; náði glæsiskori upp á 12 undir pari, 272 höggum (65 – 68 – 68 – 71).
Fyrir þennan glæsilega og fyrsta topp-10 árangur sinn á bestu kvenmótaröð heims hlaut Aditi $33,745, en í þeim 12 mótum, sem hún hefir tekið þátt í á þessu keppnistímabili hefir Aditi 9 sinnum komist í gegnum niðurskurð.
Heildarvinningsfé Aditi er nú komið upp í $132,080, en með glæsiárangrinum sl. helgi færðist hún upp í 69. sætið á stigalista LPGA og er nú komin 93. sætið á Rolex heimslista kvenna.
Oh, það væri óskandi að Ólafía Þórunn „okkar“ næði einu svona móti eins og Aditi því með 69. sætinu fær Aditi fast sæti á LPGA á næsta keppnistímabili, en allt er enn í óvissu með Ólafíu sem, eins og staðan er núna er í 116. sætinu og þarf að koma sér inn fyrir topp-100 til að halda kortinu sínu á LPGA með fullan spilarétt.
Næsta mót sem Aditi tekur þátt í er Ricoh Ladies British Open, sem fram fer 3.-6. ágúst á Kingsbarns. Ólafía Þórunn hins vegar tekur þátt í móti vikunnar, Opna skoska (Aberdeen Asset Management Scottish Open) sem hefst nk. fimmtudag.
Nokkrar staðreyndir um Aditi Ashok:
– Aditi sigraði á All India Women’s National Championships árið 2011, þá aðeins 13 ára; og hún varði titil sinn 2014.
– Aditi sigraði á the All India Junior Girls Nationals Championship þrisvar sinnum á árunum 2012 -2014. Jamms, hún sigraði stóra titilinn á undan stóru titlunum á unglingamótaröð Indlands.
– Aditi á met áhugakvenkylfinga á St. Andrews, en hún spilaði völlinn á 8 undir pari í maí 2015, á British Girls Championship.
– Í draumaholli Aditi eru hún sjálf og …. Tiger Woods, Rory McIlroy og Annika Sorenstam
– Aditi er yngsti sigurvegari á Lalla Aicha Tour School Qualifying og auðvitað fyrsti indverski kylfingurinn.
Tölfræði hennar á LPGA á þessu keppnistímabili er eftirfarandi :
Meðal högglengd: 238.82 yardar /218.37 metrar (Er í 149. sæti hvað högglengd snertir á LPGA)
Nákvæmni í drævum: 74.78% (Er í 58. sæti)
Flatir á réttum höggafjölda: 67.07% (Er í 100. sæti)
Pútt á GIR: 1.76 (Er í 17. sæti)
Meðaltal pútta á hring: 28.98 (Er í 18. sæti)
Meðal skor: 70.88 (Er í 47. sæti)
Björgun úr sandi: 51.06% (Er í 38. sæti)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
