LPGA: Ai Miyazato leiðir þegar CME Group Titleholders er hálfnað
Japanski kylfingurinn og fyrrum nr. 1 á heimslistanum Ai Miyazato er komin í forystu á CME Group Titleholders mótinu, lokamóti LPGA á Twin Eagles Golf Club í Naples, Flórída.
Ai Miyazato hefir samtals spilað á 10 undir pari, 134 höggum (70 64), en hún átti frábæran 2. hring upp á 8 undir pari, 64 högg, þar sem hún fékk 9 fugla, 8 pör og 1 skolla. Hún þurfti aðeins 25 pútt á hringnum góða. Eftir 2. hringinn sagði forystukonan Ai m.a. að árangurinn væri afrakstur mikillar vinnu undanfarinna mánaða.
„… þetta er síðasta mótið (á LPGA í ár) þannig að hef engar væntingar til mín og það er bara yndislegt og afslappað hérna, þannig að ég var róleg í allan dag. Það er þess vegna sem ég held að ég hafi púttað vel,“ sagði Ai Miyazato.
Aðeins 1 höggi á eftir í 2. sæti er NY Choi, frá Suður-Kóreu og í 3. sæti eru 4 kylfingar á samtals 7 undir pari, hver þ.e.: norska frænka okkar Suzann Pettersen, og Sun Young Yoo frá Suður-Kóreu, sem leiddu í gær ásamt þeim Karine Icher frá Frakklandi Brittany Lincicome.
Sjöunda sætinu deila þýska fyrrum W-7 módelið Sandra Gal, So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu sem var ein af 3 forystukonum gærdagsins og Karrie Webb frá Ástralíu.
Til þess að sjá stöðuna í heild þegar CME Group Titleholder er hálfnað SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
