Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2015 | 09:00

LPGA: 3 þ.á.m Yani Tseng deila forystunni í Thaílandi e. 1. dag

Fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Yani Tseng er meðal 3 forystukvenna á Honda LPGA Thailand Open, en mótið fer fram í Siam CC í Chonburi.

Mótið fer fram dagana 26. febrúar – 1. mars 2015.

Hinar sem eru á toppnum ásamt Tseng eru bandarísku kylfingarnir Brittany Lang og Stacy Lewis.

Allar hafa forystukonurnar spilað á 5 undir pari, 66 höggum.

Tseng hefir áður sigrað í þessu móti bæði 2011 og 2012.

Fylgjast má með Honda LPGA Thailand Open með því að SMELLA HÉR: